Þú getur annað hvort hlaðið lyftumiða á vasakortið þitt eða keypt nýtt vasakort ásamt lyftumiða.
Veldu lyftumiða og farðu í körfu:
Fyrst skaltu velja hvaða dagsetningu (ef við á), magn og hvaða miða þú vilt kaupa. Veldu "Setja í körfu" og lyftumiðunum verður bætt í innkaupakörfuna.
Athugaðu hvort það sé réttur lyftumiði og dagsetning og veldu "Setja í körfu".
Þú getur hvenær sem er smellt á "Karfa" táknið efst til hægri til að skoða og breytt vörum í körfunni.
Upplýsingarnar mínar:
Skráðu þig inn með notandareikningi þínum eða búðu til nýjan notandareikning. Aðeins þarf að búa til notandareikningur í fyrsta skipti sem þú kaupir lyftumiða. Þú getur líka notað Facebook eða Google + til að skrá þig inn, þá þarft þú ekki að muna notandanafnið þitt og lykilorð. Það birtir ekki né deilir upplýsingum um þig á Facebook eða Google+ þegar þú skráir þig inn á "Mínar síður".
Tenging lyftumiða:
Allir lyftumiðar verða að vera tengdir við einstakling og vasakort .
Skráðu hver mun nota lyftumiðann (nafn og fæðingardag). Fæðingardagar verða að vera réttir.
Velja þarf nafn til að tengja hverjum lyftumiða eða því að smella á nafn viðkomandi sem mun nota lyftumiðann og velja hvernig á að tengja vasakortið.
Hlaða inn á Vasakort:
Til að endurhlaða inn á núverandi vasakort þitt þarftu númerið á vasakortinu þínu.
Veldu svo einn af þessum valkostum:
- Veldu eitt af skráðu vasakortunum fyrir þennan lyftumiða
- Bættu nýju vasakorti við "Mínar síður". Sláðu síðan inn vasakortsnúmerið og gælunafn fyrir kortið.
Kaupa nýtt Vasakort:
Ef þú ert ekki með (átt ekki) vasakort, geturðu keypt það í netversluninni og náð í það í miðasölu skíðasvæðisins.
Veldu valkost:
- Kaupa nýtt vasakort og ná í það í miðasölu skíðasvæðisins.
Persónuupplýsingar og vasakort verða að vera valin fyrir alla lyftumiða áður en þau eru flutt til greiðslu.
Sama einstakling og vasakortanúmer er ekki hægt að velja á sama tíma fyrir marga lyftumiða í sömu færslu.
Upplýsingar um fólk og vasakortsnúmer er geymt "Mínar síður" og er hægt að breyta hvenær sem er.
Já þú getur auðveldlega keypt miða fyrir börnin þín, fjölskyldu eða vini í einni færslu.
Við geymum upplýsingarnar þínar og tengjum hin ýmsu kort við notendaaðgang þinn. Auðvelt er að stjórna tengingum við kort og tengingar við fjölskyldu og vini á notendaaðgangi þínum. Næst þegar þú vilt kaupa miða verður engin þörf á að skrá vasakortsnúmer og nöfn.
Börn á aldrinum 0-6 ára fá frítt í lyftur. Hægt er að fá lyftumiða fyrir þennan aldur í miðasölunni. Kaupa þarf vasakortið fyrir lyftumiðann, þó lyftumiðinn sjálfur sé frír. Börn á þessum aldri ættu að vera í fylgd forráðamanna og að sjálfsögðu ávallt að vera með hjálm.
Þú þarft ekki að eiga vasakort til að kaupa á netinu. Ef þú átt ekki vasakort getur þú keypt það hér á netinu og náð í það í miðasöluna á svæðinu
Þú getur greitt með greiðslukorti þínu
Greiðslugáttin heldur utan um kortaupplýsingar þínar svo þú þarft ekki slá þær inn aftur þegar þú kaupir næst. Við vistum ekki kortanúmerið þitt.
Kvittun og staðfesting pöntunar
Eftir að greiðsla og kaup eru samþykkt verða kvittanir sendar á netfangið þitt sem er skráð á viðskiptavinareikning þínum.
Þú getur líka skoðað stöðu pöntunarinnar undir "Mínar síður".
Ef þú hefur enn ekki fengið kvittun hafa kaupin ekki tekist.
Ef þú hefur ekki fengið kvittun skaltu fara á "Mínar síður", smella á "Pöntunarsaga" og "Skoða allar pantanir".
Í stöðuslánum geturðu auðveldlega séð hvort pöntunin hefur verið greidd, staðfest eða villa hefur átt sér stað.
Pöntunarniðurstaða: Pöntunin er staðfest:
Kvittun og pöntunar staðfesting hefur verið send til þín með tölvupósti. Ef þú hefur ekki fengið neitt skaltu athuga ruslpósthólfið þitt í pósthólfinu.
Villa í pöntun:
Eitthvað fór úrskeiðis, kaupin þín eru ekki samþykkt og ekkert hefur verið tekið af bankareikningnum þínum.
Til greiðslu:
Pöntunin er í vinnslu hjá greiðslufyrirtækinu. Uppfærðu / endurhladdu vefinn til að sjá hvort pöntunin er samþykkt.
Mundu að það getur tekið allt að 2 mínútur fyrir greiðslu þína til að ná í gegn.
Vasakortið er rafrænt plastkort sem notað er þegar þú ferð í gegnum aðgangshliðin á skíðasvæðinu. Lyftumiðanum er svo hlaðið inn á kortið. Hægt er að vera með gilda lyftumiða fyrir 2 skíðasvæði á einu vasakorti. Vasakortið er hægt að nota aftur og aftur með því að hlaða nýjum lyftumiðum inn á það. ATHUGIÐ að ef áður hefur verið sett inn á kortið á þessum vetri miðagerðir sem hafa gildistíma út veturinn (x dagar/vetur) þá er EKKI hægt að hlaða á þá á netinu fyrir sama skíðasvæði þann vetur. Hreinsa verður upplýsingar um eldri lyftumiða af kortinu í miðasölunni svo hægt sé að fylla aftur á kortið. Sama á við ef hlaðið hefur verið inn tveimur miðum frá sitthvoru skíðasvæðinu sem báðir hafa gildistíma út veturinn (x dagar/vetur).
Númer vasakortsins er prentað á bakhlið kortsins
Vinsamlega farðu í miðasöluna og þar færðu aðstoð.
Vasakortið ætti að vera sett í vinstri vasa.Aðeins má vera með eitt RFID kort vinsta megin.
Geymdu öll önnur vasakort/kreditkort/aðgangskort hægra megin. Ef þú lendir í vandræðum mrð kortið þitt skaltu hafa samband við miðasöluna.
Lyftumiðinn sem þú keyptir gildir fyrir tímabilið sem þú keyptir. Mismunandi er hvort lyftumiðarnir gilda fyrir ákveðinn dag, eða hvort hægt er að nota á hvað dag sem er á yfirstandandi vetri/tímabili. Ef miðinn gildir bara ákveðinn dag er notandinn beðinn um að velja hvað dag hann á að gilda.
Ef þú endurhleður á vasakort getur þú farið beint í brekkurnar, nema varan sem þú keyptir þarfnist nánari upplýsinga.
Ef þú áttir ekki vasakort og pantaði það á netinu, þarftu að fara í miðasölu skíðasvæðisins og ná í kortið þitt.