skilmála
Almennir skilmálar vegna kaupa lyftumiða og annars á internetinu
Skilmálar
Skilmálar þessir eiga við samskipti milli Hlíðarfjalls/Akureyrarbær (söluaðili) og þeirra aðila sem kaupa þjónustu/miða á heimasíðu söluaðila eða samstarfsaðila þeirra á vereldarvefnum. Þessir skilmálar eiga við um lyftumiða, aðstöðu, gistingu, afþreyjingu og kaup á öðrum vörum eða þjónustu. Eða samsetnungu þessarra þátta.
Söluaðili:
Hlíðarfjall - Akureyrarbær
Geislagötu 9
600 Akureyri,
Kennitala: 410169-6229
Sími: 462 2280
E-mail: hlidarfjall@hlidarfjall.is
1. Ábyrgð kaupanda
Kaupandi skal ávallt lesa og kynna sér vel upplýsingar um það sem kaupa skal áður en bókun er kláruð og send. Kaupandi er ábyrgur fyrir því að tryggja að kaup hans séu í takt við eigin óskir. Það er einnig á ábyrgð kaupanda að fylgjast með að upplýsingar sem hann fær sendar með staðfestingu (aðeins í tölvupósti) séu í samræmi við það sem viðkomandi skráði inn við pöntunina.
Einnig er hægt að búa til reikning og skrá sig inn með aðstoð samfélagsmiðla (Facebook og Google+). Ef samfélagsmiðlar eru nýttir til að búa til reikning munu upplýsingar um netfang verða teknar frá skráðum netföngum á viðkomandi samfélagsmiðli.
Ávallt er hægt að breyta eigin upplýsingum á reikningum með því að skrá sig inn á "Mínar síður"
2. Lyftumiðar
Til að geta keypt lyftumiða þarf ávallt að nota vasakort. Upplýsingum um keyptan lyftumiða er hlaðið niður á vasakortið í fyrsta sinn sem notandinn fer í gegn um hlið við lyftu skíðasvæðisins. Vasakortið er skráð á einstakling og á bakhlið þess er vasakortsnúmer (t.d. 01-1614 7200 2500 3445 8000-01) sem nota verður við kaup á miðum á vefnum til að hægt sé að endurhlaða lyftumiðunum inn á rétt vasakort.
3. Framkvæmd pöntunarinnar
Eftir að hafa réttilega framkvæmt greiðslu á netinu er send kvittun með tölvupósti. Kvittunin inniheldur allar upplýsingar um kaup á netinu og getur verið gott að hafa hana með sér á skíðasvæðið.
Pöntun er ekki lokið og er því ógild í eftirfarandi tilfellum: Notandinn hefur ekki fengið sendan tölvupóst með staðfestingu bókunar eða bókunarnúmeri,
Greiðsla hefur mistekist eða hætt hefur verið við hana. Greiðslan mistekst eða er ekki rétt þannig að upphæðin dregst ekki af reikningi notanda. Ef þetta hendir munu bókanirnar renna út og verða ógildar.
Ef þú ert í vafa um hvort bókunin þín hefur tekist hafðu þá samband við okkur:
Sími 462 2280
Netfang: hlidarfjall@hlidarfjall.is
4. Greiðsla
Við notum greiðslugátt hjá Netaxept og Valitor og hægt er að greiða með Visa og Mastercard kortum. Þriðji aðili hefur ekki aðgang að persónuupplýsingum þínum né greiðslukortaupplýsingum. Netaxept og Valitor nota öruggar samskiptaleiðir (Secure Socket Layer (SSL)) við flutning persónulegra gagna. SSL útbýr öruggt (dulkóðað) samband milli tölvunnar þinnar og Netaxept. Á þennan hátt eru upplýsingarnar sendar öruggar á milli án utanaðkomandi aðgangs.
5. Réttur til úttektar
Heimilt er að nýta dagspassa síðar meir ef lyftur loka vegna veðurs þannig að ekki er hægt að nýta dagspassa.
Force majeure atvik, svo sem veðurfar og lokanir vegna annarra óviðráðanlegra ytri atvika veita ekki rétt til endurgreiðslu eða afsláttar á vetrarkortum.
Viðskiptavinur getur í ljósi veikinda eða meiðsla óskað eftir endurgreiðslu kostnaðar sem hlýst þann tíma sem viðskiptavinurinn getur ekki nýtt kortið. Hægt er að óska eftir því að læknisvottorði sé skilað ef farið er fram á endurgreiðslu sökum veikinda/meiðsla. Lyftumiðum skal þá skila inn svo fljótt sem auðið er.