Kaupa miða
Lýðheilsukort
Akureyrarbær býður íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu sérstakt Lýðheilsukort gegn bindingu í eitt ár. Um er að ræða tilraunaverkefni sem veitir handhöfum kortsins árskort að Sundlaugum Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri.
Kortin verða til sölu frá 10. nóvember 2022 til 1. maí 2025 og gilda í eitt ár frá kaupdegi. Að sölutímabili loknu verður árangur af tilraunaverkefninu metinn og tekin ákvörðun um hvort halda skuli áfram á sömu braut.
Vakin er athygli á því að þeir sem vilja endurnýja Lýðheilsukortið þurfa að sækja aftur um Lýðheilsukortið í þjónustugátt Akureyrarbæjar þar sem gildistími Lýðheilsukortsins rennur sjálfkrafa út eftir eitt ár. Þeir sem eru að endurnýja Lýðheilsukortið þurfa líkt og áður að mæta í Sundlaug Akureyrar til að láta virkja áskriftina á kortin eftir að búið er að sækja um í þjónustugátt Akureyrarbæjar. Nauðsynlegt er að mæta með öll kortin (skidata-kortin) í Sundlaug Akureyrar sem fylgja áskriftinni þegar þau eru virkjuð.
Lýðheilsukort eru eingöngu seld í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar á heimasíðunni Akureyri.is og afhending fer alfarið fram hjá Sundlaug Akureyrar.
Nánari upplýsingar um lýðheilsukortið má finna hér
Verðskrá gegn bindingu í 12 mánuði:
Lýðheilsutilboð | Mánaðargjald | Samtals á ári |
Tveir foreldrar og barn/börn þeirra yngri en 18 ára | 8.917 kr. | 107.000 kr. |
Eitt foreldri og barn/börn þess yngri en 18 ára | 5.500 kr. | 66.000 kr. |
Eldri borgarar (67 ára og eldri) | 2.250 kr. | 27.000 kr. |