Verið velkomin í Hlíðarfjall
Nú er hægt að kaupa lyftumiða á netinu og fara beint í brekkurnar

Kauptu miða

Lýðheilsukort

Akureyrarbær býður íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu sérstakt Lýðheilsukort gegn bindingu í eitt ár. Um er að ræða tilraunaverkefni sem veitir handhöfum kortsins árskort að Sundlaugum Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri.

Kortin verða til sölu frá 10. nóvember 2022 til 1. maí 2025 og gilda í eitt ár frá kaupdegi. Að sölutímabili loknu verður árangur af tilraunaverkefninu metinn og tekin ákvörðun um hvort halda skuli áfram á sömu braut.

Vakin er athygli á því að þeir sem vilja endurnýja Lýðheilsukortið þurfa að sækja aftur um Lýðheilsukortið í þjónustugátt Akureyrarbæjar þar sem gildistími Lýðheilsukortsins rennur sjálfkrafa út eftir eitt ár. Þeir sem eru að endurnýja Lýðheilsukortið þurfa líkt og áður að mæta í Sundlaug Akureyrar til að láta virkja áskriftina á kortin eftir að búið er að sækja um í þjónustugátt Akureyrarbæjar. Nauðsynlegt er að mæta með öll kortin (skidata-kortin) í Sundlaug Akureyrar sem fylgja áskriftinni þegar þau eru virkjuð.

Lýðheilsukort eru eingöngu seld í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar á heimasíðunni Akureyri.is og afhending fer alfarið fram hjá Sundlaug Akureyrar. 

Nánari upplýsingar um lýðheilsukortið má finna hér

Verðskrá gegn bindingu í 12 mánuði:

Lýðheilsutilboð

Mánaðargjald

Samtals á ári

Tveir foreldrar og barn/börn þeirra yngri en 18 ára

8.917 kr.

107.000 kr.

Eitt foreldri og barn/börn þess yngri en 18 ára

5.500 kr.

66.000 kr.

Eldri borgarar (67 ára og eldri)

2.250 kr.

27.000 kr.


        

      

       

Ertu að leita að einhverju sérstöku? Notaðu síurnar til að þrengja valmöguleikana.